Fundargerð Aðalfundar 10. júní 2017

Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi 2017

FUNDARGERÐ

Dagsetning:  10. júní 2017

Staðsetning:  Gamla-Borg í Grímsnesi

DAGSKRÁ

Dagskrá aðalfundar samkvæmt samþykktum félagsins:

  1.   Skýrsla stjórnar
  2.   Framlagning ársreikninga
  3.   Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  4.   Lagabreytingar
  5.   Skýrsla nefnda
  6.   Ákvörðun um árgjald
  7.   Kosning stjórnar
  8.   Kosning skoðunarmanna
  9.   Önnur mál

Fundur settur kl. 11:05

Formaður félagsins, Þórunn Reynisdóttir, setti fundinn.  Tilnefndir voru sem fundarstjóri, Jón Gestur Viggósson og fundarritari, Steinunn María Jónsdóttir.  Fundarstjóri og ritari samþykktir.

Jón Gestur lýsir fundinn löglega boðaðan og býður, sérstakan gest fundarins, Svein Guðmundsson,  formann Landssambands  sumarhúsaeigenda, velkominn.  Mun hann svara spurningum fundargesta.

JGV geftur síðan Sveini orðið.

Landssambandið er við, segir Sveinn.  Félagsskapur sem þessi fer í gegnum lægðir og hæðir.  Það er hans reynsla.

  1. Landssambandið á að verja sumarhúsaeigendur gagnvart ríki og sveitarfélögum.  Sérstaklega gagnvart skyldum þeirra og álögum.  Mörg mál eru í gangi t.d. fasteignamatið.  Mikilvægt er að fá rétt og nýtt mat á eignir okkar.
  2. Passa þarf að álagsstuðull sveitarfélaga verði ekki of hár, þar sem sumarhús er ekki talið lögheimili og fáum við því ekki sömu þjónustu.
  3. Lengi hefur Landssambandið reynt að fá niðurfelldan 20% skatt á söluhagnað, þegar sumarhús er selt.
  4. Neyðarnúmer á sumarhús (spurning um mínútur).  Félagsmenn fá 50% afslátt.
  5. Kærumál, sem berast félaginu ná í gegn 99%.  En þau eru að stórum hluta leigulóðamál.

Vinna við að fá í gegn.  Lögheimili í frístundabyggð með takmarkaða þjónustu.  Lækkun á fasteignagjöld sumarhúsa yfir landið, tókst um tíma, en síðar var sett á sorphirðugjald í staðinn + rotþróargjald, með sífellt hærri kostnaði ár eftir ár.  Rotþrær eru hnitaðar út 3ja hvert ár.  Gjald er innheimt  pr. hús á lóð en ekki rotþró.

Hægt er að stofna sérdeildir (götur) með kennitölu.  Skylda er að greiða til LS félagsgjald kr. 2000.- fyrir hvert land.  Hver lóð er 1 atkvæði, 2 lóðir eru 2 atkv.  Þeir sem eru utan félags, greiða 4.000.- til LS.

Spurningar úr sal.

Ársæll, Hvítárbraut 5: getur verið að þrær séu tæmdar of oft (flestir með 3falda þró), en þá getur myndast ójafnvægi í rotþrónum við tæmingu og sumar þarf jafnvel ekki að tæma, en þeir rukka samt.

SG vill meina að við eigum að sinna þessu á eigin forsendum.

Sorphirða er ekki sama og sorpeyðing.  Skylda er að hafa sorphirðu í nánd.

Guðjón Oddsson, Hvítárbraut:  Hvaða atvinnustarfsemi er leyfileg í sumarhúsabyggð?

SG: það getur verið á mjög gráu svæði, rök með og á móti.  Ef hreppurinn kemst að útleigu, þá er sett á 90 daga gjald og getur það orðið mjög kostnaðarsamt.  Sem heild er hægt að stoppa útleigu.  En Guðjón var reyndar bara að hugsa um sultugerð.

Sveinn tekur fram að félagsmenn geti alltaf leitað til Landssambandsins.

Jón Gestur, þakkar Sveini vel fyrir.

KAFFIHLÉ

Síðan er haldið áfram samkvæmt dagskrá.

  1. Skýrsla stjórnar

Þórunn Reynisdóttir, formaður, tekur til máls og segir hversu erfitt það sé orðið að fá fólk í stjórnina.  Margar götur séu búnar að stofna eigið félag.

  1. Framlagning ársreiknings

Sigurbjörg Guðmundsóttir, gjaldkeri, kynnti ársreikninga félagsins.  Þeir voru áritaðir af gjaldera (SG) og Ólafi Gestssyni, skoðunarmanni.  Voru ársreikningarnir samþykktir.

  1. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning

Þórarinn, Markabraut, leggur til að Vaðneshátíðin verði haldin með breyttu sniði.  Grill að degi til. Börn í fótbolta. Skógarganga undir leiðsögn.  Fá hjóðfæraleikara til að spila á fötinni.

Ársreikningar samþykktir.

  1. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar.

  1. Skýrslur nefnda

Þórarinn, Markabraut, sagði að malargrágrýti hafi verið lagt yfir rauðamölina.  Ekkert ryk.

  1. Ákvörðun um árgjald

Sama árgjald, kr. 4.000.-

  1. Kosning stjórnar

Stjórnin vill öll losna.  En niðurstaðan varð sú að Sigurbjörg Guðmundsdóttir, hættir, en hinir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.  Tveir  nýir koma inn í stjórnina.  Páll Helgi Möller og Þórður Guðmundsson.

Stjórn félagsins er því þannig skipuð:

Þórunn Reynisdóttir, formaður, Borgarhólsbraut 2

Jón Gestur Viggósson,Kjalbraut 9a

Steinunn María Jónsdóttir, Hvítárbraut 36, eitt ár enn

Páll Helgi Möller, Nesvegi 3

Þórður Guðmundsson, Hvítárbraut 6

Voru þeir samþykktir.

  1. Kosning endurskoðenda

Samþykktur var Ólafur Gestsson, skoðunarmaður.

  1. Önnur mál

Óánægja sumra að komast ekki niður á flötina.  Þyrfti að slá hana a.m.k. 3var yfir sumarið, svo hægt sé að spila fótbolta t.d.  Athuga með ástand göngustíga.  Þeir sem standa í skógarhöggi, þá er hægt að panta kurlun.

Þórarinn vill láta yfirfara lóðamörk og spyrja Svein ráða.

Guðjón Oddsson, óskar stjórninni velfarnaðar.  Mjög mikilvægt að halda lífi í félaginu, sem stofnað var 1973.  Síðan hefur ýmislegt verið gert, rafmagn, hitaveita og malbikun Vaðnesvegar.

Ársæll, Hvítárbraut 5, kvartar undan brotnum girðingarstaurum og ónýtri gaddavírsgirðingu á víð og dreif um svæðið.  Nóg væri að hafa hornstaura.

Þórarinn, 82 ára, Markabraut 15.  Man tímana tvenna, andinn hér áður fyrr var allt annar en í dag, þar sem allir hugsa bara um sig og sitt nærumhverfi.

Fundi slitið kl. 13:00

Fundargerð ritaði Steinunn María Jónsdóttir

Aðalfundur Félag landeigenda í Vaðnesi 2017

Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi verður haldinn
Laugardaginn 10. júní 2017 kl. 11:00

Staðsetning: Gamla Borg við hlið verslunarinnar Borgar

Áhugasömum félögum sem vilja leggja sitt að mörkum í þágu félagsins er bent á að gefa sig fram við stjórn vegna stjórnarkjörs  í síma 844-9442 (Þórunn Reynisdóttir formaður) eða á netfangið vadnes@vadnes.is
Kjósa þarf um nýja stjórnarmenn.

Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Framlagning ársreiknings
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  4. Lagabreytingar
  5. Skýrslur nefnda
  6. Ákvörðun um árgjald
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning endurskoðenda
  9. Önnur mál

Frá stjórn

Minnum á að sorpgámar eru aðeins fyrir heimilissorp, ekki garðúrgang, timbur eða annan grófan úrgang. Allt slíkt á að fara með í gámastöðina á Seyðishólum.

Opnunartíma gámastöðvarinnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Aðalfundur Félag landeigenda í Vaðnesi 2016

Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi verður haldinn

Sunnudaginn 5. júní 2016 kl. 13:00

Staðsetning: Gamla Borg við hlið verslunarinnar Borgar

Áhugasömum félögum sem vilja leggja sitt að mörkum í þágu félagsins er bent á að gefa sig fram við stjórn vegna stjórnarkjörs  í síma 844-9442 (Þórunn Reynisdóttir formaður)eða á netfangið vadnes@vadnes.is

Kjósa þarf um nýja stjórnarmenn.

Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Framlagning ársreiknings
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  4. Lagabreytingar
  5. Skýrslur nefnda
  6. Ákvörðun um árgjald
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning endurskoðenda
  9. Önnur mál

Frá stjórn

Minnum á að sorpgámar eru aðeins fyrir heimilissorp, ekki garðúrgang, timbur eða annan grófan úrgang. Allt slíkt á að fara með í gámastöðina á Seyðishólum.

Opnunartíma gámastöðvarinnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.gogg.is

Stjórn félagsins er enn að safna netföngum félagsmanna til að auðvelda og einfalda megi samskipti við félagið. Þeir félagsmenn sem vilja skrá netfang sitt hjá félaginu geta sent það á netfang félagsins vadnes@vadnes.is

Frá sveitarstjórn – Sorp á röngum stað

Ágætu formenn sumarhúsafélaga.

Nokkuð hefur borið á því að sorp hefur lent þar sem það á ekki að vera. Hvort um er að kenna verktakanum, sveitarfélaginu eða sumarhúsaeigendum á þetta ekki að vera svona.

Mælst er til þess að ef ílátin eru full að sorp sé ekki lárið fyrir utan þau. Vargur, hrafn og tófa eru fljót að tæta umbúðir og ná sér í eitthvað bitastætt sem leynist í sorpinu,

bitnar þetta á umhverinu hvað mest og auka vinna fyrir starfsmenn verktakans og sveitarfélagsins að tína sorpið saman.

Er það von okkar að notendur þjónustunar sýni því skilning að finna ferkar annað ílát sem ekki er orðið fullt til dæmis á gámastöðunum til að losa sig við rusl.

Nýr staður fyrir ílát er kominn upp í landi Alviðru, við vegamót Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar.

Síðustu ár hefur þetta gengið nokkuð vel og kemur þetta ástand okkur því mjög á óvart.

bestu kveðjur

Hörður Óli Guðmundsson

varaoddviti

Frá sveitarstjórn – Sorpílát á nýjum stað

Ágætu formenn sumarhúsafélaga

Náðst hefur samkomulag við eigendur Alviðru um að koma fyrir heimilissorpílátum á vegamótum Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar.

Þeir eru nú þegar komnir á sinn stað. Það er von okkar að þessi framkvæmd auðveldi sumarhúsanjótendum að losa sig við heimilissorp.

Eftir sem áður er tekið á móti öðru sorpi á Gámaplaninu við Seyðishóla. Við treystum því að vel verði gengið um þessi ílát einsog önnur sem eru hér í sveitinni.

Gott væri ef ég væri látinn vita um breytingar á netföngum og ef ný félög hafa bæst í hópinn.

bestu kveðjur

Hörður Óli Guðmundsson

varaoddviti

Kvennahlaup ÍSÍ 16. júní

Frá nágrönnum okkar á Snæfoksstöðum

Eins og þið vitið örugglega flest þá er kvennahlaupið sem er haldið árlega, laugardaginn 16 júní.

Þið þurfið ekki að fara langt til þess að taka þátt því við höfum fengið leyfi til þess að halda eitt slíkt í Grímsnesi. Við verðum með boli og medalíur og verðið er 1.250kr. (greitt á staðnum) Hér eru nánar upplýsingar um hlaupið og þar getið þið líka séð myndir af bolunum. http://www.sjova.is/view.asp?cat=146

Það verður ræst kl. 09.00 og það verða 2 vegalengdir í boði, annars vegar 2 km og svo 5 km. Við ætlum að hittast við sorpgámana.

Ömmur, mömmur, dætur, systur, frænkur : ) Leiðin er þannig að hægt er að hafa vagna svo að þetta er kjörið fyrir alla aldurshópa.

Einnig er hægt að hafa samband í s. 699-6627 og tala við Taníu ef einhverja spurningar eru. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Það væri ágætt að fá að heyra frá ykkur hvað varðar mætingu svona c.a svo við vitum hvað við eigum að fá marga boli og medalíur. Hægt er að senda póst á Rannveigu á ran@sigurborg.is

Hlaupakveðja, Rannveig Sæfoksstöðum.

Kveðja frá varaoddvita Grímsnes og Grafningshrepps

Nú fer að styttast í vorið og farfuglar og sumarhúsafólk að flykkjast í sveitina. Ég vil minna ykkur á heimasíðu sveitarfélagsins gogg.is . Inni á henni eru ýmsar gagnlegar upplýsingar, til dæmis reglur og umsóknareyðublöð vegna styrkja til við halds sumarhúsavega , nýlega samþykktar Reglur um hundahald , opnunartími gámastöðva, listi yfir þjónustuaðila í sveitarfélaginu og margt fleira. Sérstaklega vil ég minna á að Hvatarblaðið er hægt að skoða þarna inni en þar eru upplýsingar og auglýsingar sem gætu vakið áhuga.

Veiturnar okkar geta verið undir miklu álagi á ákveðnum tímum og gæti því orðið vart við truflanir vegna þess. En ef um óeðlilegar truflanir er að ræða endilega að hafa samband. (borkur@gogg.is)

Með von um ánægjulega dvöl í ykkar húsum og von um gróskuríkt vor.

Kveðja frá Þrastalundi

Við undirrituð höfum nú í rétt tæplega tvö ár reikð Þrastalund og viljum þakka ykkur kærlega fyrir komurnar hingað á því tímabili. Við lítum svo á að við séum hér ykkar þjónustmiðstöð – ykkar félagsheimili – og höfum reynt að bjóða upp á í verslun okkar helstu nauðsynjar sem fólk vanhagar um og áttar sig á því að það hefur gleymt heima þegar komið er í bústaðinn.

Við viljum benda ykkur á að hingað getið þið látið senda ykkur dagblöðin í áskrift þann tíma sem þið dveljið í sumarhúsinu ykkar. Getið tekið klakann með í gosdrykki helgarinnar. Snætt kvöldmatinn í huggulegum veitingasal okkar þegar þið eruð á leið í sumarhúsið (eða tekið hann með ykkur) og losnað þá við matargerðina fyrsta kvöldið í helgarfríinu. Keypt Lottó- og getraunamiða helgarinnar í leiðinni. Horft á boltaleiki helgarinnar á tjaldinu hjá okkur og svo mætti lengi telja. Við viljum líka benda ykkur á að veislusalur okkar er einstakalega huggulegur til þess að halda allls kyns mannfagnaði, afmæli, brúðkaup, fundi og raunar hvað sem er. Útsýnið til Ingólfsfjalls yfir Sogið og Þrastaskóg er ekki neinu líkt. Að ógleymdum gönguleiðum um Þrastaskóg. Gagnlegt væri fyrir okkur að fá ábendingar um þá hluti sem betur mættu fara til þess að gera þennan þjónustuþátt við ykkur enn betri, því betur sjá augu en auga. Hugleiðið málið og sendi okkur endilega línu á e-mailið okkar thrastalundur@thrastalundur.is því okkar markmið er að gera enn betur en við gerum í dag. Þar sem við sendum þetta einungis til ykkar, formanna í félögum sumarhúsaeigenda í Grímsnesi og Grafningshreppi langar okkur til þess að biðja ykkur um að áframsenda póstinn til ykkar félagsmanna á hverju svæði. Einngi viljum við minna á kaffihlaðborð n.k. sunnudag 18. mars en auglýsing varðandi það er send með þessum pósti sem viðhengi. Með kveðju og von um áframhaldandi gott samstarf.

Verið ávallt velkomin,

F.h. rekstraraðilar Þrastalundar,

Kristín Anný Jónsdóttir, sími 822 2158

Valgeir Ingi Ólafsson,sími 822 5299