Skilaboð frá oddvita Grímsnes- og Grafningshrepp

Afhending inneignarkorta

Við minnum á að enn eiga einhverjir fasteignaeigendur eftir að nálgast inneignarkortin sín fyrir gámasvæðið á Seyðishólum.

Þeir sem sóttu sín kort í fyrra þurfa ekki að sækja nýtt heldur er búið að uppfæra punktastöðu inneignarkortsins.

Kortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma:

Mánudaga – fimmtudaga: 9:00 – 15:00

Föstudaga : 9:00 – 12:00

Kortið inniheldur punkta og er lágmarksnotkun á gámasvæði einn punktur sem samsvarar 0,25 m3. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs en miðað er við að 0,25 m3 sé ígildi eins svarts ruslapoka. Kortið er hugsað sem framtíðareign korthafa og mun inneignarstaða verða uppfærð hver áramót.

Eftirfarandi skilmálar gilda um kortin:

Kortin afhendast öllum þeim fasteignaeigendum sem greiða sorpeyðingargjald.

Sveitastjórn ákveður inneign (magn gjaldskylds úrgangs) hvert ár.

Inneignir færast ekki milli ára.

Inneign er uppfærð um áramót ár hvert.

Glötuð kort skal tilkynna til skrifstofu sveitarfélagsins.

Finnist kort skal koma því á skrifstofu sveitarfélagsins.

Eitt kort er gefið út á hvert fasteignanúmer sem greiðir sorpeyðingargjald. Ef fasteign hefur fleiri en einn skráðan eiganda er ekki hægt að fá fleiri kort.

Hægt er að fá nýtt kort ef kort glatast gegn 5.000 kr. gjaldi.

Kort skal fylgja fasteign og afhendast nýjum eigendum við eigendaskipti.Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda.

Inneignin á kortinu árið 2022 er:

 Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá: 4,5 m3 = 18 punkta

Íbúðarhús og lögbýli fá: 10 m3 = 40 punkta

Fyrirtæki fá: 10 m3 = 40 punkta

Afhending inneignarkorta á laugardögum í sumar

Inneignarkort fyrir gámasvæðið á Seyðishólum verða afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á eftirtöldum laugardögum í sumar milli 10:00 – 16:00

18. júní

16. júlí

Heimasíða sveitarfélagsins

Á heimasíðu sveitarfélagsins má bæði nálgast fréttir úr sveitarfélaginu sem og upplýsingar um þjónustuaðila á svæðinu.

Sérstaklega er vakin athygli á flipa á forsíðunni sem nefnist „Eigendur frístundahúsa“, en þar má finna ýmsar upplýsingar sem viðkoma frístundahúsaeigendum,  m.a. þau bréf sem send eru á stjórnir frístundahúsafélaganna.

Símahlið

Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru rúmlega 3.000 frístundahús. Þau eru flest afmörkuð í frístundahúsahverfi og oft á tíðum er hvert hverfi annað hvort með lyklahlið eða símahlið. Samhliða því eru sumir einstaklingar einnig með læst hlið að sínum frístundahúsum.  Sveitarstjórn vill beina þeim tilmælum til frístundahúsaeigenda og félaga sem hafa hlið að sínum fasteignum að til að hægt sé að þjónusta viðkomandi fasteignir þurfa ákveðnir þjónustuaðilar á vegum sveitarfélagsins að hafa aðgang að hliðunum. Ef lyklahlið er til staðar er hægt að fá aðgang að lyklakerfi sveitarfélagsins og þá hafa þjónustuaðilar sveitarfélagsins master-lykil. Ef símahlið er til staðar þarf að gefa ákveðnum númerum aðgang að símahliðinu.   Vinsamlegast tryggið að aðgangur sé til fyrir eftirfarandi símanúmer: 867 0408 – Vaktsími Grímsnes- og Grafningshrepps (Vatns- og hitaveita) 840 3957 – Seyrusíminn 832 5105 – Þjónustufulltrúi seyruverkefnis 892 2239 – Davíð Sigurðsson – Byggingarfulltrúi 899 0255 – Stefán Short – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa 832 4959 – Lilja Ómarsdóttir – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa

Grenndarstöðvar

Grenndarstöðvarnar í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nú orðnar 9 talsins og hér má sjá kort af þeim.

Á hverri grenndarstöð er hægt að henda eftirtöldum flokkum: Plast – pappa – málmum – gleri – lífrænum úrgangi – almennu heimilisorpi – skilaskildum umbúðum.

Annað skal fara með á Gámastöðina Seyðishólum.

Facebook síða – Gámastöðin Seyðishólar

Á facebook síðunni: Gámastöðin Seyðishólum má finna ýmsa hagnýta og fróðlega punkta um flokkun.

Facebook síða – Grímsnes- og Grafningshreppur

Við hvetjum ykkur til að fylgja facebook síðu sveitarfélagsins fyrir fréttir og tilkynningar
Grímsnes- og Grafningshreppur

Bestu kveðjur

Ása Valdís Árnadóttir

Oddviti /
Starfandi sveitarstjóri
Sími: 480-5500
Netfang: oddviti@gogg.is
Veffang: www.gogg.is
Borg 805 Selfoss

Aðalfundur 2022

Vaðnes – Félag landeigenda í Vaðnesi heldur aðalfund þriðjudaginn 31. maí klukkan 17:00 í sal Eignaumsjónar, Suðurlandsbraut 30, jarðhæð.

Dagskrá

  1. Fundur settur, val á fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Framlagning ársreiknings 2021
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  5. Lagabreytingar
  6. Skýrslur nefnda
  7. Ákvörðun um árgjald
  8. Kosningar formanns
  9. Kosning meðstjórnenda
  10. Kosning endurskoðenda
  11. Önnur mál
  12. Frágangur fundargerðar staðfestur, fundi slitið

Fundur þessi er boðaður í samræmi við samþykktir félagsins. Fundarboð er sent í bréfpósti til eigenda, sent í tölvupósti til þeirra sem hafa gefið upp netföng til stjórnar félagsins og tilkynnt á heimasíðu félagsins.

Stjórn
19. maí 2022

Gleðilegt nýtt ár frá sveitarstjórn Gímsnes- og Grafningshrepps

Kæru stjórnir frístundahúsafélaga,

Gleðilegt nýtt ár.

Sveitarstjórn óskar ykkur farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samskiptin á liðnu ári.

Í viðhengi má finna erindi frá undirbúningshópi sem leggur til að stofnaður verði óformlegur vettvangur í formi regnhlífarsamtaka frístundahúsafélaga í GOGG. 
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur efni erindisins.

5% staðgreiðsluafsláttur

Jafnframt viljum við minna á að árið 2022 verður veittur 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem staðgreiða álagninguna fyrir 5. mars 2022. 

Athygli er vakin á því að ekki verður hægt að staðgreiða fasteignaskattinn nema milli 21. febrúar og 5. mars 2022, en upplýsingar um álagningu liggja ekki fyrir fyrr en seinnipartinn í febrúar.

Ef þú ætlar að staðgreiða til að fá afsláttinn þá getur þú sent tölvupóst á leifa@gogg.is með upplýsingum um kennitölu greiðanda og heiti fasteignar og verður þá haft samband við þig upp úr 21. febrúar með nánari upplýsingar.

Inneignarkort fyrir gámasvæðið á Seyðishólum

Búið er að uppfæra punktastöðu inneignarkorta fyrir gámasvæðið á Seyðishólum fyrir árið 2022. Handhafar rafrænu kortanna þurfa ekki að fá nýtt kort fyrir árið.

Inneignin á kortinu árið 2022 er:

Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá: 4,5 m3 = 18 punkta

Íbúðarhús og lögbýli fá: 10 m3 = 40 punkta

Fyrirtæki fá: 10 m3 = 40 punkta

Kortið inniheldur punkta og er lágmarksnotkun á gámasvæði einn punktur sem samsvarar 0,25 m3. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs en miðað er við að 0,25 m3 sé ígildi eins svarts ruslapoka. Kortið er hugsað sem framtíðareign korthafa og mun inneignarstaða verða uppfærð hver áramót.

Eftirfarandi skilmálar gilda um kortin:

-Kortin afhendast öllum þeim fasteignaeigendum sem greiða sorpeyðingargjald.

-Sveitastjórn ákveður inneign (magn gjaldskylds úrgangs) hvert ár.

-Inneignir færast ekki milli ára.

-Inneign er uppfærð um áramót ár hvert.

-Glötuð kort skal tilkynna til skrifstofu sveitarfélagsins.

-Finnist kort skal koma því á skrifstofu sveitarfélagsins.

-Eitt kort er gefið út á hvert fasteignanúmer sem greiðir sorpeyðingargjald. Ef fasteign hefur fleiri en einn skráðan eiganda er ekki hægt að fá fleiri kort.

-Hægt er að fá nýtt kort ef kort glatast gegn 5.000 kr. gjaldi.

-Kort skal fylgja fasteign og afhendast nýjum eigendum við eigendaskipti.

Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda.

Kortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma.

Mánudaga – fimmtudaga: 9:00 – 15:00

Föstudaga: 9:00 – 12:00

Bestu kveðjur Ása Valdís Árnadóttir
Oddviti
Sími: 480-5500Netfang: oddviti@gogg.isVeffang: www.gogg.is
Borg 805 Selfoss

Bréf til stjórna frístundahúsafélaga

Borg, 22. desember 2021

Kæru stjórnir frístundahúsafélaga

Með þessu bréfi viljum við vekja athygli á nokkrum hlutum sem gætu skipt ykkur og félagsmenn ykkar máli. Þið mættuð því gjarnan koma þeim upplýsingum sem hér koma fram áfram til félagsmanna ykkar.

Inneignarkort

Töluverður fjöldi af inneignarkortum hefur verið afhentur á árinu og hefur notkun þeirra gengið vel. Inneignin á kortunum uppfærist sjálfkrafa núna um áramótin og byrja því allir nýtt ár með 4,5 m3 inneign.

Enn eiga einhverjir eftir að sækja sín kort og minnum við á að hægt er að nálgast kortin á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma;

Mánudaga – fimmtudaga: 9:00 – 15:00 Föstudaga: 9:00 – 12:00 

Grenndarstöðvar

Rekstur grenndarstöðvanna hefur gengið vel á árinu og hefur notkun þeirra sýnt að mikill áhugi virðist vera hjá frístundahúsaeigendum að skila sorpinu af sér á ábyrgan hátt. Flokkunin hefur heilt yfir verið góð og þau efni sem fara til endurvinnslu verið nokkuð hrein. Þess má geta að flokkunarhlutfall heimilissorps í sveitarfélaginu hefur aukist um 21% frá árinu 2019, en þann árangur má að miklu leyti þakka grenndarstöðvunum. Þó virðist enn vera að fara töluvert af endurvinnanlegum úrgangi í almenna sorpið sem nauðsynlegt er að koma í réttan farveg.

Á haustdögum tók gildi samningur við nýjan þjónustuaðila varðandi sorphirðu í sveitarfélaginu, en samhliða því fengum við nýja gáma. Einnig bættust við tvær nýjar grenndarstöðvar; á Kringlu í Grímsnesi og við Nesjavelli í Efri-Grafningi. Litirnir á gámunum voru uppfærðir í samræmi við nýjar flokkunarleiðbeiningar frá Fenúr sem koma til með að gilda um allt land. Þá voru opin á pappírs- og pappagámunum stækkuð frá því sem fyrir var, en við vekjum sérstaka athygli á því að þrátt fyrir að opin séu orðin stærri er ennþá nauðsynlegt að fletja pappann út til þess að plássið í gámunum nýtist sem best. Einnig hefur verið eitthvað um það að stórum pokum með blönduðum úrgangi sé hent í pappagámana, en í bláu gámana má einungis fara hreinn pappír og pappi.

Fasteignagjöld

Árið 2022 verður veittur 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem staðgreiða álagninguna fyrir 5. mars 2022.

Athygli er vakin á því að ekki verður hægt að staðgreiða fasteignaskattinn nema milli 21. febrúar og 5. mars 2022, en upplýsingar um álagningu liggja ekki fyrir fyrr en seinnipartinn í febrúar.

Ef þú ætlar að staðgreiða til að fá afsláttinn þá getur þú sent tölvupóst á leifa@gogg.is með upplýsingum um kennitölu greiðanda og heiti fasteignar og verður þá haft samband við þig upp úr 21. febrúar með nánari upplýsingar.

Símahlið

Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru rúmlega 3.000 frístundahús. Þau eru flest afmörkuð í frístundahúsahverfi og oft á tíðum er hvert hverfi annað hvort með lyklahlið eða símahlið. Samhliða því eru sumir einstaklingar einnig með læst hlið að sínum frístundahúsum.

Sveitarstjórn vill beina þeim tilmælum til frístundahúsaeigenda og félaga sem hafa hlið að sínum fasteignum að til að hægt sé að þjónusta viðkomandi fasteignir þurfa ákveðnir þjónustuaðilar á vegum sveitarfélagsins að hafa aðgang að hliðunum. Ef lyklahlið er til staðar er hægt að fá aðgang að lyklakerfi sveitarfélagsins og þá hafa þjónustuaðilar sveitarfélagsins master-lykil. Ef símahlið er til staðar þarf að gefa ákveðnum númerum aðgang að símahliðinu.

Vinsamlegast tryggið að aðgangur sé til fyrir eftirfarandi símanúmer:

867 0408 – Vaktsími Grímsnes- og Grafningshrepps (Vatns- og hitaveita) 840 3957 – Seyrusíminn
832 5105 – Þjónustufulltrúi seyruverkefnis
892 2239 – Davíð Sigurðsson – Byggingarfulltrúi
899 0255 – Stefán Short – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa
832 4959 – Lilja Ómarsdóttir – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa

Sendið okkur endilega símanúmer og heiti fyrir viðkomandi hlið á gogg@gogg.is.

Við vonum að árið 2021 hafi verið ykkur ánægjulegt og óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

page3image6110864

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi hafa ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Svæðið sem um er að ræða nær frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Þessi ákvörðun er byggð á undanfarið hefur lítið rignt þessu svæði og veðurspá næstu daga sýnir ekki neina úrkomu af ráði.

Hættustig almannavarna er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.  Að lýsa yfir hættustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings

Banna opin eld vegna þurrkatíðar

Samhliða því að fara á hættustig þá hafa allir slökkviliðsstjórar, á því svæði sem hættustig nær yfir, tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geysar. Slökkviliðsstjórar hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.

Bann þetta er í samræmi við reglugerð nr. 325/2016 um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.

26. gr.

Afturköllun leyfis.

Sýslumanni er heimilt að afturkalla leyfi sem veitt eru skv. reglugerð þessari ef skilyrðum í leyfi er ekki fylgt eða ef upp koma þær aðstæður að hætta er talin geta stafað af leyfðri brennu.

Slökkviliðsstjóri getur stöðvað leyfða sinubrennu, eða að kveikt sé í bálkesti, og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjárvert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum.

Bann þetta tekur gildi frá og með deginum í dag (11.5.2021) og tekur til þess landsvæðis sem hættustigið nær yfir. Bannið gildir þar til tilkynning um afléttingu er send út. Brot varða sektum.

Almenningur og sumarhúsaeigendur á svæðinu eru hvattir til að:

  • Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill,  varðeldar, flugeldar og fleira)
  • Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill
  • Kanna flóttaleiðir við sumarhús 
  • Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun
  • Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista
  • Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta)
  • Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er

Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda:

www.grodureldar.is

https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Hagnýtir Punktar um úrgangsmál

Sveitarstjórn óskar ykkur farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samskiptin á liðnu ári

Hér eru nokkrir hagnýtir punktar er varða úrgangsmál í sveitarfélaginu og vonum við að þið deilið þessum upplýsingum eins víða og hægt er.

Inneignarkort á Gámastöðinni Seyðishólum

Allir fasteignaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sem greiða sorpeyðingargjöld fá afhent inneignarkort á Gámastöðina Seyðishólum.

Inneignin á inneignarkortinu fyrir frístundahús árið 2021 verður fyrir allt að 4,5 rúmmetra af gjaldskyldum úrgangi.

Þetta inneignarkort er hugsað sem framtíðareign fyrir hverja fasteign og verður inneignarstaðan uppfærð um hver áramót. Inneignir munu ekki færast milli ára.

Kortið virkar þannig að þegar komið er á gámasvæðið er inneignarkortið skannað og starfsmaður á gámastöðinni tekur út af kortinu í samræmi við það magn af úrgangi sem verið er að losa sig við.

Glatist inneignarkort getur fasteignaeigandi nálgast nýtt kort á skrifstofu sveitarfélagsins gegn gjaldi kr. 5.000,-

Afhending inneignarkorta

Á eftirtöldum helgum verður fulltrúi frá sveitarfélaginu staðsettur í anddyri Félagsheimilisins Borg á Borg til að afhenda inneignarkort fyrir gámastöðina Seyðishólum:

Laugardaginn 23. janúar
Milli 10:00 – 16:00

Sunnudaginn 24. janúar
Milli 10:00 – 16:00

Laugardaginn 30. janúar
Milli 10:00 – 16:00

Sunnudaginn 31. janúar
Milli 10:00 – 16:00

Laugardaginn 13. febrúar
Milli 10:00 – 16:00

Sunnudaginn 14. febrúar
Milli 10:00 – 16:00

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð og verður því frá og með 26. janúar til og með 5. febrúar hægt að nálgast inneignarkort í anddyri Félagsheimilisins Borg milli 13:00 -15:00 mánudaga, þriðjudag og fimmtudaga og 9:00-12:00 á miðvikudögum og föstudögum.

Við munum auglýsa síðar afhendingartíma eftir 5. febrúar.
Vert er að benda á að grímuskylda verður við afhendingu inneignarkortanna og biðjum við alla um að vera með grímur þegar nálgast á inneignarkortin.

Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda.

Skjalið sem þarf að fylla út og kvitta á til að fá inneignarkortið afhent er aðgengilegt hér, en hægt er að flýta fyrir afhendingu með því að koma með skjalið útfyllt. Annars verða líka blöð á staðnum sem hægt verður að fylla út.

Lífræna tunnan

Til þess að hjálpa fólki að komast af stað í flokkun á lífrænum úrgangi gaf sveitarfélagið, eins og áður hefur komið fram í öðrum tölvupóstum, frístundahúsaeigendum sérstök söfnunarílát fyrir úrganginn. Um er að ræða græna 8 lítra körfu með loki sem hentar einstaklega vel að geyma í eldhúsinu.

Með körfunum fylgir ein rúlla af maíspokum, en lífræna úrganginn má einungis setja í jarðgeranlega poka úr maís eða pappa.
Pokar eins og þeir sem fylgja með körfunni munu svo koma til með að fást í Versluninni Borg á góðum kjörum. Ef einhverjir eiga enn eftir að fá svona körfur þá verður hægt að nálgast tunnur þegar inneignarkortin verða sótt.

Grenndarstöðvar í stað gáma í hverfum

Nú hafa allir heimilissorpsgámar verið fjarlægðir úr frístundabyggðum og viljum við því benda ykkur á að grenndarstöðvarnar í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nú orðnar 6 talsins:

Hjá Skátunum á Úlfljótsvatni – Til móts við bæinn Ásgarð – í Hraunborgum – Við Vaðnesveg – Við Torfastaði – Við Seyðishóla

Hér má sjá á korti hvar grenndarstöðvarnar eru staðsettar:

Á hverri grenndarstöð er hægt að henda gjaldfrjálst eftirtöldum flokkum:

Plasti – pappa – málmum – gleri – lífrænum úrgangi – almennu heimilissorpi – skilaskyldum umbúðum.

Annað skal fara með á gámastöðina Seyðishólum.

Jafnframt vinnur sveitarfélagið að því að setja upp grenndarstöð annars vegar í austurhluta sveitarfélagsins og í efri Grafningi og má búast við að þær verði komnar upp fljótlega.

Flokkun og endurvinnsla

Á facebook síðunni: Gámastöðin Seyðishólum má finna ýmsa hagnýta og fróðlega punkta um flokkun en þar verða einnig setta inn upplýsingar um grenndarstöðvarnar.

Aðalfundur 2019 — Fundargerð

Dagsetning: 1. nóvember 2019

Staðsetning: Grand Hotel – fundarsalur Útgarður

DAGSKRÁ

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Framlagning ársreiknings
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  4. Lagabreytingar
  5. Skýrslur nefnda
  6. Ákvörðun um árgjald
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning skoðunarmanns
  9. Önnur mál

Fundur settur kl. 17:30

Formaður FLV, Þórunn Reynisdóttir, setur fundinn.  Tilnefnd eru sem fundarstjóri, Jón Gestur Viggósson og fundarritari, Steinunn María Jónsdóttir.  Fundarstjóri og fundarritari  samþykkt.

Jón Gestur lýsir fundinn löglega boðaðan.

Fundur samkvæmt dagskrá.

1. Skýrsla stjórnar

Þórunn Reynisdóttir, formaður, segir aðalfund ekki hafa verið haldinn í fyrra.  Erfitt hefur verið að innheimta félagsgjöld og ruglingur á því hverjir eiga sumar eignirnar.  Hún hafði samband við sveitarstjóra Grímsness- og Grafningshrepps og fór framá útskýringar á hvað innifælist í fasteignagjöldunum, sem fara síhækkandi.  Flötin niður við Hvítá, var reglulega slegin í sumar.  Varpaði fram hugleiðingum um stefnu og framtíð FLV.  Félagið er bara félagsmenn, en ekki bara stjórnin. Er félagsmönnum velkomið að koma með góðar hugmyndir, sem stjórnin gæti svo stutt við.

2. Framlagning ársreikninga

Þórður Guðmundsson, gjaldkeri, útskýrði þá.  Nú eru gerðir upp ársreikingar fyrir 2 ár, 2017 og 2018.  Mikil vinna var lögð í að finna hverjir væru réttir eigendur sumra sumarhúsanna.  Hert persónuverndarlög, auðvelduðu þetta ekki.  Oft eru margir eigendur skráðir fyrir sömu eigninni.

Síðan þurfti að finna út hver þeirra greiðir.  Nokkrar götur hafa skráð sig úr FLV og hefur félagið því ekki greitt til LS fyrir þær götur.

Tap varð á rekstri félagsins fyrir árið 2018 eða ca 47.000.-  Vangreidd gjöld nema um það bil 40% af heildinni.  Sumir skulda gjöld allt að 10 ár aftur í tímann.  Töluverð breyting hefur verið á eignarhaldi sumarhúsa og mun ég reyna að halda kröfum opnum, svo þær falli ekki niður.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og  ársreikning

Rúnar, Birkibraut spyr um rafmagnsreikning frá 2017.  Gjaldkeri útskýrir hann. Rúnar sáttur við útskýringuna.

Gísli, Birkibraut 5, spyr hvort félagið sjái um vegagerð og viðgerir á girðingum.

Örn Grétarsson, formaður, Borgarhóls-og Hvítárbrautar, svarar að slíkt sjái gatnafélögin um.

Þorgeir Pálsson, Birkibraut 8. Hann talar um vissan skipulagsvanda.  Nauðslynlegt sé að hafa eitt aðalfélag, sem virkar sem regnhlíf fyrir alla eigendur á svæðinu.  Reyna að ná sátt.  Gatnafélög geta síðan starfað sjálfstætt með sér kennitölu.

Þórunn Reynisdóttir. Við höfum reynt mikið að fá þessa aðila að borðinu og eytt miklum tíma í þá vinnu.  En ekki hefur gengið saman um það.

Páll Möller, Nesvegi 3, leggur einnig mikla áherslu á að hafa eina regnhlíf fyrir alla á svæðinu.

Jón Gestur Viggósson, talar um að fá nýtt vegaskilti með öllum götunum á.  En spyr, hver á þá að greiða, ef ekki allir eru í FLV?

4. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar

5. Skýrslur nefnda

Örn Grétarsson, formaður veganefndar, Borgarhóls-og Hvítárbrautar, upplýsir að götufélagið standi straum af því að laga veginn frá hliði og áætlað er að leggja bundið slitlag.

Páll Möller, Nesvegi 3.  Hans gata fór einnig í framkvæmdir og það gekk mjög vel.

Jón Gestur, Kjalbraut, segir að ákveðin kyrrstaða hafi ríkt við hans götu og enn er ekki búið að fá kt.  Bendir á að sniðugt sé að útbúa facbook hóp innan gatna.

6. Ákvörðun um árgjald

Þórður Guðmundsson, gjaldkeri, fer fram á að hækka félagsgjaldið í kr. 5.000.- til að safna í sjóð.

Páll Möller, vill komast að því hverjir hafa greitt og hverjir ekki.  Vill fá utanaðkomandi aðila til að innheimta félagsgjöldin.

Örn Grétarsson, tjáði okkur að götufélag Borgarhóls- og Hvítárbrautar, hafi greitt fyrir skemmdirnar niður við Hvítá, eftir flóðið um árið.  Spyr gjaldkera, hvort búið sé að tvígreiða fyrir flóðaskemmdirnar.

Þórður, mun kanna það mál.

Rúnar, Birkibraut 2.  Farið var í framkvæmdir og ætla þeir að sækja um styrk á sína kennitölu.

7. Kosning stjórnar.

Formaður er kosinn sérstaklega.  Þórunn Reynisdóttir, gaf kost á sér og var samþykkt með lófaklappi. 

Stjórn félagsins er því þannig skipuð:

Þórunn Reynisdóttir, formaður, Borgarhólsbraut 2 Þórður Guðmundsson, Hvítárbraut 6 

Steinunn María Jónsdóttir, Hvítárbraut 36, gefur kost á sér eitt ár enn

Páll Helgi Möller, Nesvegi 3

Jóhann Helgi, Hvítárbraut 19

8. Kosning skoðunarmanns

Samþykktur var Guðjón Steingrímsson, Hvítárbraut 45

9. Önnur mál

Garðar Siggeirsson, Borgarhólsbraut, ræddi um sóðaskapinn og draslið við gámana.  Þarf að útvega stórt skilti með upplýsingum og jafnvel myndavél.

Jóhann Helgi, Hvítárbraut, vill láta leggja internetið í  hvert hús.  Búið er að leggja ljósleiðara að bóndabænum.  Best að láta gatnafélögin ganga í málið.

Þórunn Reynisdóttir, sagði bréf hafa borist félaginu frá hreppnum, varðandi væntanlegar breytingar á rekstri kalda vatnsins. Náði ekki sambandi við sveitarstjórann fyrir fundinn.  Mun kynna sér málið.  Þórunn telur miklvægt að útskýra hlutverk FLV á heimasíðunni.

Guðjón Oddsson, Hvítárbraut, vill tengja vatnsstúta meðfram Hvítárbraut og niður að Hvítá.  Brunavarnir, þurfa eigendur sumarhúsa sjálfir að skipuleggja innan svæðisins.

Mæting á aðalfundinn var góð.

Fundi slitið, kl. 19:30

Fundargerð ritaði, Steinunn María Jónsdóttir

Aðalfundur 1. nóvember

Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi verður haldinn Föstudaginn 1 . nóvember 2019 kl. 17:30
Staðsetning: Grand Hótel – fundarsalur Útgarður

Áhugasömum félögum sem vilja leggja sitt að mörkum í þágu félagsins er bent á að gefa sig fram við stjórn vegna stjórnarkjörs í síma 844-9442 (Þórunn Reynisdóttir formaður) eða á netfangið vadnes@vadnes.is

Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Framlagning ársreiknings
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning 4. Lagabreytingar
  4. Skýrslur nefnda
  5. Ákvörðun um árgjald
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning endurskoðenda
  8. Önnur mál

Kveðja

f.h Stjórnar

Við biðjumst velvirðingar

Við biðjumst velvirðingar á því að þau leiðu mistök urðu hjá Arion banka við útsendingu á innheimtu á félagsgjaldi 2019 að sumir fengu senda marga reikninga og aðrir ekki.

Verið er að vinna í að leiðrétta þessi mistök.

Stjórnin

Tilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu vilja beina því til sumarhúsaeigenda og íbúa á Suðurlandi að fara varlega með eldfæri út í náttúrunni í þeirri þurrka tíð sem nú stendur yfir.

Gróður er víða orðinn mjög þurr og því aukin hætta á gróðureldum.

Reykingafólk er sérstaklega beðið um að huga að því hvernig það gengur frá sígarettustubbum út í náttúrunni.

Þeir sem ætla að nota einnota grill verða að tryggja að ekki sé kveikt í því ofan á þurrum gróðri og ganga frá því að viðeigandi hátt.

Reykingar og grill eru helstu áhættuþættirnir þegar kemur að gróðureldum sem kvikna vegna gáleysis manna.

Þá geta gróðureldar einnig kviknað þegar bifreiðum er ekið í grónu landslagi en eldur getur kviknað þegar pústið kemst í snertingu við þurra sinu.

Sumarhúsaeigendur og íbúar eru hvattir til að vera á varðbergi og hafa garðslöngurnar klárar og sinuklöppur til að geta brugðist nógu hratt við ef gróðureldur kviknar og reyna að kæfa eldinn við fæðingu.

Ef vart verður við eld hringið þá strax í 112.

Brunavarnir Árnessýslu hafa undanfarið haldið fyrirlestra fyrir búnaðar- og sumarhúsafélög þar sem farið er yfir hætturnar af gróðureldum og hvernig sé best að reyna að koma í veg fyrir þá.

Ef þitt sumarhúsafélag hefur áhuga á að fá fyrirlestur hafið samband við ba@babubabu.is.