Húsið á flötinni

Í lok október 2007 mættu þrír vaskir félagar, Albert Már Steingrímsson, þáverandi formaður, Sigurður Guðmundsson, yfirsmiður og hinn ötuli félagi Jón Gunnar Berg, á flötina okkar. Verkefni helgarinnar var að reisa nýtt hús í stað gamla litla kofans sem þjónaði félaginu lengi.