Vaðneshátíð 2015
Árleg Vaðneshátíð verður EKKI haldin nú um verslunarmannahelgina í ár vegna óviðráðanlegra orsaka.
Stefnt er að því að viðhalda þessari hefð og halda hátíð á næsta ári og vonandi ár hvert.
Fundargerð aðalfundar Félags landeigenda í Vaðnesi 2015
Aðalundur FLV 2015 var haldinn sunnudaginn 10. maí s.l.
Fundargerð fundarins er komin á vefinn undir Fundargerðir
Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi 2015
Aðalundur FLV 2015 verður haldinn sunnudaginn 10. maí kl. 10:30 að Gömlu Borg í Grímsnesi. ATH. nýja staðsetningu.
Áhugasömum félögum sem vilja leggja sitt af mörkum í þágu félagsins er bent á að gefa sig fram við stjórn vegna stjórnarkjörs í síma 899-2328 (Steinþór Jónsson, formaður) eða á netfangið vadnes@vadnes.is.
Kjósa þarf um nýja stjórnarmenn.
Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins
1. Skýrsla stjórnar.
2. Framlagning ársreiknings.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
4. Lagabreytingar.
5. Skýrslur nefnda.
6. Ákvörðun um árgjald.
7. Kosning stjórnar.
8. Kosning endurskoðenda.
9. Önnur mál.
Vaðneshátíð 2014
Árleg Vaðneshátíð verður haldin laugardaginn 2. ágúst n.k. á flötinni við Hvítá.
Á föstudeginum kl. 20:00 verður komið með veitingatjaldið á flötina. Það er talsverð vinna að setja upp tjaldið og öll hjálp er vel þegin. Við treystum á ykkur gott fólk að koma og aðstoða. Margar hendur vinna létt verk. Þetta er frábær leið til að kynnast nágrönnunum.
Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér
Fundargerð aðalfundar Félags landeigenda í Vaðnesi 2014
Aðalundur FLV 2014 var haldinn sunnudaginn 25. maí s.l.
Fundargerð fundarins er komin á vefinn undir Fundargerðir
FLV á facebook
Búin hefur verið til síða fyrir félagið á facebook sem hugsuð til að gegna hlutverki í upplýsingagjöf til félagsmanna auk þess sem áhugasamir geta deilt skoðunum á þessum nýja vettvangi. Slóðin að þessari nýju síðu er: http://www.facebook.com/FelagLandeigendaVadnesi . Þeir félagar sem eru á facebook geta fundið þessa síðu og sett að þeim líki hún. Þá fá þeir tilkynningu á sína síðu þegar eitthvað nýtt er sett inn á síðuna.