Hreinsun rotþróa í Vaðnes landi er langt komin. Það eru orðin mörg ár síðan hætt var að setja miða á rotþrærnar um að þær hafi verið hreinsaðar. Eigendur fasteigna fá enga sérstaka tilkynningu um að rotþró við þeirra fasteign hafi verið hreinsuð.
Hægt er að fylgjast með hreinsunum rotþróa inn á seyra.is , þar á upphafssíðunni er svartur hnappur sem á stendur „Hvar er búið að hreinsa.“