Aðalfundur 2023

Vaðnes – Félag landeigenda í Vaðnesi heldur aðalfund þriðjudaginn 25. apríl klukkan 18:00 í sal Eignaumsjónar, Suðurlandsbraut 30, jarðhæð.

Dagskrá

  1. Fundur settur, val á fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Framlagning ársreiknings 2022
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  5. Lagabreytingar
  6. Skýrslur nefnda
  7. Ákvörðun um árgjald
  8. Kosning formanns
  9. Kosning meðstjórnenda
  10. Kosning endurskoðenda
  11. Önnur mál
  12. Frágangur fundargerðar staðfestur, fundi slitið

Fundur þessi er boðaður í samræmi við samþykktir félagsins. Fundarboð er sent í bréfpósti til eigenda, birt á heimasíðu félagsins og sent í tölvupósti til þeirra sem hafa gefið upp netfang til stjórnar félagsins. 

Stjórn
29. mars 2023