Afhending inneignarkorta
Við minnum á að enn eiga einhverjir fasteignaeigendur eftir að nálgast inneignarkortin sín fyrir gámasvæðið á Seyðishólum.
Þeir sem sóttu sín kort í fyrra þurfa ekki að sækja nýtt heldur er búið að uppfæra punktastöðu inneignarkortsins.
Kortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma:
Mánudaga – fimmtudaga: 9:00 – 15:00
Föstudaga : 9:00 – 12:00
Kortið inniheldur punkta og er lágmarksnotkun á gámasvæði einn punktur sem samsvarar 0,25 m3. Starfsmaður á gámasvæði metur magn gjaldskylds úrgangs en miðað er við að 0,25 m3 sé ígildi eins svarts ruslapoka. Kortið er hugsað sem framtíðareign korthafa og mun inneignarstaða verða uppfærð hver áramót.
Eftirfarandi skilmálar gilda um kortin:
Kortin afhendast öllum þeim fasteignaeigendum sem greiða sorpeyðingargjald.
Sveitastjórn ákveður inneign (magn gjaldskylds úrgangs) hvert ár.
Inneignir færast ekki milli ára.
Inneign er uppfærð um áramót ár hvert.
Glötuð kort skal tilkynna til skrifstofu sveitarfélagsins.
Finnist kort skal koma því á skrifstofu sveitarfélagsins.
Eitt kort er gefið út á hvert fasteignanúmer sem greiðir sorpeyðingargjald. Ef fasteign hefur fleiri en einn skráðan eiganda er ekki hægt að fá fleiri kort.
Hægt er að fá nýtt kort ef kort glatast gegn 5.000 kr. gjaldi.
Kort skal fylgja fasteign og afhendast nýjum eigendum við eigendaskipti.Vinsamlega athugið að hver fasteignaeigandi verður að nálgast inneignarkort fyrir sína fasteign en viðkomandi þarf að kvitta fyrir móttöku á kortinu og því verður ekki hægt að senda inneignarkortin í bréfpósti til fasteignaeigenda.
Inneignin á kortinu árið 2022 er:
Íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði eða lögbýli fá: 4,5 m3 = 18 punkta
Íbúðarhús og lögbýli fá: 10 m3 = 40 punkta
Fyrirtæki fá: 10 m3 = 40 punkta
Afhending inneignarkorta á laugardögum í sumar
Inneignarkort fyrir gámasvæðið á Seyðishólum verða afhent á skrifstofu sveitarfélagsins á eftirtöldum laugardögum í sumar milli 10:00 – 16:00
18. júní
16. júlí
Heimasíða sveitarfélagsins
Á heimasíðu sveitarfélagsins má bæði nálgast fréttir úr sveitarfélaginu sem og upplýsingar um þjónustuaðila á svæðinu.
Sérstaklega er vakin athygli á flipa á forsíðunni sem nefnist „Eigendur frístundahúsa“, en þar má finna ýmsar upplýsingar sem viðkoma frístundahúsaeigendum, m.a. þau bréf sem send eru á stjórnir frístundahúsafélaganna.
Símahlið
Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru rúmlega 3.000 frístundahús. Þau eru flest afmörkuð í frístundahúsahverfi og oft á tíðum er hvert hverfi annað hvort með lyklahlið eða símahlið. Samhliða því eru sumir einstaklingar einnig með læst hlið að sínum frístundahúsum. Sveitarstjórn vill beina þeim tilmælum til frístundahúsaeigenda og félaga sem hafa hlið að sínum fasteignum að til að hægt sé að þjónusta viðkomandi fasteignir þurfa ákveðnir þjónustuaðilar á vegum sveitarfélagsins að hafa aðgang að hliðunum. Ef lyklahlið er til staðar er hægt að fá aðgang að lyklakerfi sveitarfélagsins og þá hafa þjónustuaðilar sveitarfélagsins master-lykil. Ef símahlið er til staðar þarf að gefa ákveðnum númerum aðgang að símahliðinu. Vinsamlegast tryggið að aðgangur sé til fyrir eftirfarandi símanúmer: 867 0408 – Vaktsími Grímsnes- og Grafningshrepps (Vatns- og hitaveita) 840 3957 – Seyrusíminn 832 5105 – Þjónustufulltrúi seyruverkefnis 892 2239 – Davíð Sigurðsson – Byggingarfulltrúi 899 0255 – Stefán Short – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa 832 4959 – Lilja Ómarsdóttir – Aðstoðarmaður Byggingarfulltrúa
Grenndarstöðvar
Grenndarstöðvarnar í Grímsnes- og Grafningshreppi eru nú orðnar 9 talsins og hér má sjá kort af þeim.

Á hverri grenndarstöð er hægt að henda eftirtöldum flokkum: Plast – pappa – málmum – gleri – lífrænum úrgangi – almennu heimilisorpi – skilaskildum umbúðum.
Annað skal fara með á Gámastöðina Seyðishólum.
Facebook síða – Gámastöðin Seyðishólar
Á facebook síðunni: Gámastöðin Seyðishólum má finna ýmsa hagnýta og fróðlega punkta um flokkun.
Facebook síða – Grímsnes- og Grafningshreppur
Við hvetjum ykkur til að fylgja facebook síðu sveitarfélagsins fyrir fréttir og tilkynningar
Grímsnes- og Grafningshreppur
Bestu kveðjur
Ása Valdís Árnadóttir
Oddviti /
Starfandi sveitarstjóri
Sími: 480-5500
Netfang: oddviti@gogg.is
Veffang: www.gogg.is
Borg 805 Selfoss