Aðalfundur 2019 — Fundargerð

Dagsetning: 1. nóvember 2019

Staðsetning: Grand Hotel – fundarsalur Útgarður

DAGSKRÁ

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Framlagning ársreiknings
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  4. Lagabreytingar
  5. Skýrslur nefnda
  6. Ákvörðun um árgjald
  7. Kosning stjórnar
  8. Kosning skoðunarmanns
  9. Önnur mál

Fundur settur kl. 17:30

Formaður FLV, Þórunn Reynisdóttir, setur fundinn.  Tilnefnd eru sem fundarstjóri, Jón Gestur Viggósson og fundarritari, Steinunn María Jónsdóttir.  Fundarstjóri og fundarritari  samþykkt.

Jón Gestur lýsir fundinn löglega boðaðan.

Fundur samkvæmt dagskrá.

1. Skýrsla stjórnar

Þórunn Reynisdóttir, formaður, segir aðalfund ekki hafa verið haldinn í fyrra.  Erfitt hefur verið að innheimta félagsgjöld og ruglingur á því hverjir eiga sumar eignirnar.  Hún hafði samband við sveitarstjóra Grímsness- og Grafningshrepps og fór framá útskýringar á hvað innifælist í fasteignagjöldunum, sem fara síhækkandi.  Flötin niður við Hvítá, var reglulega slegin í sumar.  Varpaði fram hugleiðingum um stefnu og framtíð FLV.  Félagið er bara félagsmenn, en ekki bara stjórnin. Er félagsmönnum velkomið að koma með góðar hugmyndir, sem stjórnin gæti svo stutt við.

2. Framlagning ársreikninga

Þórður Guðmundsson, gjaldkeri, útskýrði þá.  Nú eru gerðir upp ársreikingar fyrir 2 ár, 2017 og 2018.  Mikil vinna var lögð í að finna hverjir væru réttir eigendur sumra sumarhúsanna.  Hert persónuverndarlög, auðvelduðu þetta ekki.  Oft eru margir eigendur skráðir fyrir sömu eigninni.

Síðan þurfti að finna út hver þeirra greiðir.  Nokkrar götur hafa skráð sig úr FLV og hefur félagið því ekki greitt til LS fyrir þær götur.

Tap varð á rekstri félagsins fyrir árið 2018 eða ca 47.000.-  Vangreidd gjöld nema um það bil 40% af heildinni.  Sumir skulda gjöld allt að 10 ár aftur í tímann.  Töluverð breyting hefur verið á eignarhaldi sumarhúsa og mun ég reyna að halda kröfum opnum, svo þær falli ekki niður.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og  ársreikning

Rúnar, Birkibraut spyr um rafmagnsreikning frá 2017.  Gjaldkeri útskýrir hann. Rúnar sáttur við útskýringuna.

Gísli, Birkibraut 5, spyr hvort félagið sjái um vegagerð og viðgerir á girðingum.

Örn Grétarsson, formaður, Borgarhóls-og Hvítárbrautar, svarar að slíkt sjái gatnafélögin um.

Þorgeir Pálsson, Birkibraut 8. Hann talar um vissan skipulagsvanda.  Nauðslynlegt sé að hafa eitt aðalfélag, sem virkar sem regnhlíf fyrir alla eigendur á svæðinu.  Reyna að ná sátt.  Gatnafélög geta síðan starfað sjálfstætt með sér kennitölu.

Þórunn Reynisdóttir. Við höfum reynt mikið að fá þessa aðila að borðinu og eytt miklum tíma í þá vinnu.  En ekki hefur gengið saman um það.

Páll Möller, Nesvegi 3, leggur einnig mikla áherslu á að hafa eina regnhlíf fyrir alla á svæðinu.

Jón Gestur Viggósson, talar um að fá nýtt vegaskilti með öllum götunum á.  En spyr, hver á þá að greiða, ef ekki allir eru í FLV?

4. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar

5. Skýrslur nefnda

Örn Grétarsson, formaður veganefndar, Borgarhóls-og Hvítárbrautar, upplýsir að götufélagið standi straum af því að laga veginn frá hliði og áætlað er að leggja bundið slitlag.

Páll Möller, Nesvegi 3.  Hans gata fór einnig í framkvæmdir og það gekk mjög vel.

Jón Gestur, Kjalbraut, segir að ákveðin kyrrstaða hafi ríkt við hans götu og enn er ekki búið að fá kt.  Bendir á að sniðugt sé að útbúa facbook hóp innan gatna.

6. Ákvörðun um árgjald

Þórður Guðmundsson, gjaldkeri, fer fram á að hækka félagsgjaldið í kr. 5.000.- til að safna í sjóð.

Páll Möller, vill komast að því hverjir hafa greitt og hverjir ekki.  Vill fá utanaðkomandi aðila til að innheimta félagsgjöldin.

Örn Grétarsson, tjáði okkur að götufélag Borgarhóls- og Hvítárbrautar, hafi greitt fyrir skemmdirnar niður við Hvítá, eftir flóðið um árið.  Spyr gjaldkera, hvort búið sé að tvígreiða fyrir flóðaskemmdirnar.

Þórður, mun kanna það mál.

Rúnar, Birkibraut 2.  Farið var í framkvæmdir og ætla þeir að sækja um styrk á sína kennitölu.

7. Kosning stjórnar.

Formaður er kosinn sérstaklega.  Þórunn Reynisdóttir, gaf kost á sér og var samþykkt með lófaklappi. 

Stjórn félagsins er því þannig skipuð:

Þórunn Reynisdóttir, formaður, Borgarhólsbraut 2 Þórður Guðmundsson, Hvítárbraut 6 

Steinunn María Jónsdóttir, Hvítárbraut 36, gefur kost á sér eitt ár enn

Páll Helgi Möller, Nesvegi 3

Jóhann Helgi, Hvítárbraut 19

8. Kosning skoðunarmanns

Samþykktur var Guðjón Steingrímsson, Hvítárbraut 45

9. Önnur mál

Garðar Siggeirsson, Borgarhólsbraut, ræddi um sóðaskapinn og draslið við gámana.  Þarf að útvega stórt skilti með upplýsingum og jafnvel myndavél.

Jóhann Helgi, Hvítárbraut, vill láta leggja internetið í  hvert hús.  Búið er að leggja ljósleiðara að bóndabænum.  Best að láta gatnafélögin ganga í málið.

Þórunn Reynisdóttir, sagði bréf hafa borist félaginu frá hreppnum, varðandi væntanlegar breytingar á rekstri kalda vatnsins. Náði ekki sambandi við sveitarstjórann fyrir fundinn.  Mun kynna sér málið.  Þórunn telur miklvægt að útskýra hlutverk FLV á heimasíðunni.

Guðjón Oddsson, Hvítárbraut, vill tengja vatnsstúta meðfram Hvítárbraut og niður að Hvítá.  Brunavarnir, þurfa eigendur sumarhúsa sjálfir að skipuleggja innan svæðisins.

Mæting á aðalfundinn var góð.

Fundi slitið, kl. 19:30

Fundargerð ritaði, Steinunn María Jónsdóttir