Fundargerð Aðalfundar 10. júní 2017

Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi 2017

FUNDARGERÐ

Dagsetning:  10. júní 2017

Staðsetning:  Gamla-Borg í Grímsnesi

DAGSKRÁ

Dagskrá aðalfundar samkvæmt samþykktum félagsins:

  1.   Skýrsla stjórnar
  2.   Framlagning ársreikninga
  3.   Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
  4.   Lagabreytingar
  5.   Skýrsla nefnda
  6.   Ákvörðun um árgjald
  7.   Kosning stjórnar
  8.   Kosning skoðunarmanna
  9.   Önnur mál

Fundur settur kl. 11:05

Formaður félagsins, Þórunn Reynisdóttir, setti fundinn.  Tilnefndir voru sem fundarstjóri, Jón Gestur Viggósson og fundarritari, Steinunn María Jónsdóttir.  Fundarstjóri og ritari samþykktir.

Jón Gestur lýsir fundinn löglega boðaðan og býður, sérstakan gest fundarins, Svein Guðmundsson,  formann Landssambands  sumarhúsaeigenda, velkominn.  Mun hann svara spurningum fundargesta.

JGV geftur síðan Sveini orðið.

Landssambandið er við, segir Sveinn.  Félagsskapur sem þessi fer í gegnum lægðir og hæðir.  Það er hans reynsla.

  1. Landssambandið á að verja sumarhúsaeigendur gagnvart ríki og sveitarfélögum.  Sérstaklega gagnvart skyldum þeirra og álögum.  Mörg mál eru í gangi t.d. fasteignamatið.  Mikilvægt er að fá rétt og nýtt mat á eignir okkar.
  2. Passa þarf að álagsstuðull sveitarfélaga verði ekki of hár, þar sem sumarhús er ekki talið lögheimili og fáum við því ekki sömu þjónustu.
  3. Lengi hefur Landssambandið reynt að fá niðurfelldan 20% skatt á söluhagnað, þegar sumarhús er selt.
  4. Neyðarnúmer á sumarhús (spurning um mínútur).  Félagsmenn fá 50% afslátt.
  5. Kærumál, sem berast félaginu ná í gegn 99%.  En þau eru að stórum hluta leigulóðamál.

Vinna við að fá í gegn.  Lögheimili í frístundabyggð með takmarkaða þjónustu.  Lækkun á fasteignagjöld sumarhúsa yfir landið, tókst um tíma, en síðar var sett á sorphirðugjald í staðinn + rotþróargjald, með sífellt hærri kostnaði ár eftir ár.  Rotþrær eru hnitaðar út 3ja hvert ár.  Gjald er innheimt  pr. hús á lóð en ekki rotþró.

Hægt er að stofna sérdeildir (götur) með kennitölu.  Skylda er að greiða til LS félagsgjald kr. 2000.- fyrir hvert land.  Hver lóð er 1 atkvæði, 2 lóðir eru 2 atkv.  Þeir sem eru utan félags, greiða 4.000.- til LS.

Spurningar úr sal.

Ársæll, Hvítárbraut 5: getur verið að þrær séu tæmdar of oft (flestir með 3falda þró), en þá getur myndast ójafnvægi í rotþrónum við tæmingu og sumar þarf jafnvel ekki að tæma, en þeir rukka samt.

SG vill meina að við eigum að sinna þessu á eigin forsendum.

Sorphirða er ekki sama og sorpeyðing.  Skylda er að hafa sorphirðu í nánd.

Guðjón Oddsson, Hvítárbraut:  Hvaða atvinnustarfsemi er leyfileg í sumarhúsabyggð?

SG: það getur verið á mjög gráu svæði, rök með og á móti.  Ef hreppurinn kemst að útleigu, þá er sett á 90 daga gjald og getur það orðið mjög kostnaðarsamt.  Sem heild er hægt að stoppa útleigu.  En Guðjón var reyndar bara að hugsa um sultugerð.

Sveinn tekur fram að félagsmenn geti alltaf leitað til Landssambandsins.

Jón Gestur, þakkar Sveini vel fyrir.

KAFFIHLÉ

Síðan er haldið áfram samkvæmt dagskrá.

  1. Skýrsla stjórnar

Þórunn Reynisdóttir, formaður, tekur til máls og segir hversu erfitt það sé orðið að fá fólk í stjórnina.  Margar götur séu búnar að stofna eigið félag.

  1. Framlagning ársreiknings

Sigurbjörg Guðmundsóttir, gjaldkeri, kynnti ársreikninga félagsins.  Þeir voru áritaðir af gjaldera (SG) og Ólafi Gestssyni, skoðunarmanni.  Voru ársreikningarnir samþykktir.

  1. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning

Þórarinn, Markabraut, leggur til að Vaðneshátíðin verði haldin með breyttu sniði.  Grill að degi til. Börn í fótbolta. Skógarganga undir leiðsögn.  Fá hjóðfæraleikara til að spila á fötinni.

Ársreikningar samþykktir.

  1. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar.

  1. Skýrslur nefnda

Þórarinn, Markabraut, sagði að malargrágrýti hafi verið lagt yfir rauðamölina.  Ekkert ryk.

  1. Ákvörðun um árgjald

Sama árgjald, kr. 4.000.-

  1. Kosning stjórnar

Stjórnin vill öll losna.  En niðurstaðan varð sú að Sigurbjörg Guðmundsdóttir, hættir, en hinir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram.  Tveir  nýir koma inn í stjórnina.  Páll Helgi Möller og Þórður Guðmundsson.

Stjórn félagsins er því þannig skipuð:

Þórunn Reynisdóttir, formaður, Borgarhólsbraut 2

Jón Gestur Viggósson,Kjalbraut 9a

Steinunn María Jónsdóttir, Hvítárbraut 36, eitt ár enn

Páll Helgi Möller, Nesvegi 3

Þórður Guðmundsson, Hvítárbraut 6

Voru þeir samþykktir.

  1. Kosning endurskoðenda

Samþykktur var Ólafur Gestsson, skoðunarmaður.

  1. Önnur mál

Óánægja sumra að komast ekki niður á flötina.  Þyrfti að slá hana a.m.k. 3var yfir sumarið, svo hægt sé að spila fótbolta t.d.  Athuga með ástand göngustíga.  Þeir sem standa í skógarhöggi, þá er hægt að panta kurlun.

Þórarinn vill láta yfirfara lóðamörk og spyrja Svein ráða.

Guðjón Oddsson, óskar stjórninni velfarnaðar.  Mjög mikilvægt að halda lífi í félaginu, sem stofnað var 1973.  Síðan hefur ýmislegt verið gert, rafmagn, hitaveita og malbikun Vaðnesvegar.

Ársæll, Hvítárbraut 5, kvartar undan brotnum girðingarstaurum og ónýtri gaddavírsgirðingu á víð og dreif um svæðið.  Nóg væri að hafa hornstaura.

Þórarinn, 82 ára, Markabraut 15.  Man tímana tvenna, andinn hér áður fyrr var allt annar en í dag, þar sem allir hugsa bara um sig og sitt nærumhverfi.

Fundi slitið kl. 13:00

Fundargerð ritaði Steinunn María Jónsdóttir