Aðalfundur Félags landeigenda í Vaðnesi verður haldinn
Laugardaginn 10. júní 2017 kl. 11:00
Staðsetning: Gamla Borg við hlið verslunarinnar Borgar
Áhugasömum félögum sem vilja leggja sitt að mörkum í þágu félagsins er bent á að gefa sig fram við stjórn vegna stjórnarkjörs í síma 844-9442 (Þórunn Reynisdóttir formaður) eða á netfangið vadnes@vadnes.is
Kjósa þarf um nýja stjórnarmenn.
Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins:
- Skýrsla stjórnar
- Framlagning ársreiknings
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
- Lagabreytingar
- Skýrslur nefnda
- Ákvörðun um árgjald
- Kosning stjórnar
- Kosning endurskoðenda
- Önnur mál
Frá stjórn
Minnum á að sorpgámar eru aðeins fyrir heimilissorp, ekki garðúrgang, timbur eða annan grófan úrgang. Allt slíkt á að fara með í gámastöðina á Seyðishólum.
Opnunartíma gámastöðvarinnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.