Kvennahlaup ÍSÍ 16. júní

Frá nágrönnum okkar á Snæfoksstöðum

Eins og þið vitið örugglega flest þá er kvennahlaupið sem er haldið árlega, laugardaginn 16 júní.

Þið þurfið ekki að fara langt til þess að taka þátt því við höfum fengið leyfi til þess að halda eitt slíkt í Grímsnesi. Við verðum með boli og medalíur og verðið er 1.250kr. (greitt á staðnum) Hér eru nánar upplýsingar um hlaupið og þar getið þið líka séð myndir af bolunum. http://www.sjova.is/view.asp?cat=146

Það verður ræst kl. 09.00 og það verða 2 vegalengdir í boði, annars vegar 2 km og svo 5 km. Við ætlum að hittast við sorpgámana.

Ömmur, mömmur, dætur, systur, frænkur : ) Leiðin er þannig að hægt er að hafa vagna svo að þetta er kjörið fyrir alla aldurshópa.

Einnig er hægt að hafa samband í s. 699-6627 og tala við Taníu ef einhverja spurningar eru. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Það væri ágætt að fá að heyra frá ykkur hvað varðar mætingu svona c.a svo við vitum hvað við eigum að fá marga boli og medalíur. Hægt er að senda póst á Rannveigu á ran@sigurborg.is

Hlaupakveðja, Rannveig Sæfoksstöðum.