Nú fer að styttast í vorið og farfuglar og sumarhúsafólk að flykkjast í sveitina. Ég vil minna ykkur á heimasíðu sveitarfélagsins gogg.is . Inni á henni eru ýmsar gagnlegar upplýsingar, til dæmis reglur og umsóknareyðublöð vegna styrkja til við halds sumarhúsavega , nýlega samþykktar Reglur um hundahald , opnunartími gámastöðva, listi yfir þjónustuaðila í sveitarfélaginu og margt fleira. Sérstaklega vil ég minna á að Hvatarblaðið er hægt að skoða þarna inni en þar eru upplýsingar og auglýsingar sem gætu vakið áhuga.
Veiturnar okkar geta verið undir miklu álagi á ákveðnum tímum og gæti því orðið vart við truflanir vegna þess. En ef um óeðlilegar truflanir er að ræða endilega að hafa samband. (borkur@gogg.is)
Með von um ánægjulega dvöl í ykkar húsum og von um gróskuríkt vor.