Ágætu formenn sumarhúsafélaga
Náðst hefur samkomulag við eigendur Alviðru um að koma fyrir heimilissorpílátum á vegamótum Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar.
Þeir eru nú þegar komnir á sinn stað. Það er von okkar að þessi framkvæmd auðveldi sumarhúsanjótendum að losa sig við heimilissorp.
Eftir sem áður er tekið á móti öðru sorpi á Gámaplaninu við Seyðishóla. Við treystum því að vel verði gengið um þessi ílát einsog önnur sem eru hér í sveitinni.
Gott væri ef ég væri látinn vita um breytingar á netföngum og ef ný félög hafa bæst í hópinn.
bestu kveðjur
Hörður Óli Guðmundsson
varaoddviti