Ágætu formenn sumarhúsafélaga.
Nokkuð hefur borið á því að sorp hefur lent þar sem það á ekki að vera. Hvort um er að kenna verktakanum, sveitarfélaginu eða sumarhúsaeigendum á þetta ekki að vera svona.
Mælst er til þess að ef ílátin eru full að sorp sé ekki lárið fyrir utan þau. Vargur, hrafn og tófa eru fljót að tæta umbúðir og ná sér í eitthvað bitastætt sem leynist í sorpinu,
bitnar þetta á umhverinu hvað mest og auka vinna fyrir starfsmenn verktakans og sveitarfélagsins að tína sorpið saman.
Er það von okkar að notendur þjónustunar sýni því skilning að finna ferkar annað ílát sem ekki er orðið fullt til dæmis á gámastöðunum til að losa sig við rusl.
Nýr staður fyrir ílát er kominn upp í landi Alviðru, við vegamót Biskupstungnabrautar og Grafningsvegar.
Síðustu ár hefur þetta gengið nokkuð vel og kemur þetta ástand okkur því mjög á óvart.
bestu kveðjur
Hörður Óli Guðmundsson
varaoddviti